Farsímanum komið fyrir eða hann fjarlægður
Ekki koma farsímanum fyrir eða
fjarlægja hann í miðjum akstri.
Til að setja tækið í hölduna skaltu
renna því í hana að ofan á sama tíma
og þú ýtir á krækjuna (sjá skref 3)
og þrýsta því svo að neðri hluta
höldunnar (4). Gakktu úr skugga um
að tækið sé tryggilega á sínum
stað (5). Til að hlaða rafhlöðu símans
sem er í festingunni þarftu að nota
samhæft hleðslutæki. Til að festa
snúru hleðslutækisins aftan
á hölduna skaltu festa snúruna
í snúrufestinguna (9) og tengja
snúruna við hleðslutengið á tækinu.
Til að fjarlægja tækið skaltu ýta
á krækjuna (6), halda við hliðar
tækisins (7) og toga það upp úr
höldunni (8).
ÍSLENSKA